top of page

UM VERKEFNIÐ

SKÓLASLIT 3: Öskurdagur er spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar.

 

Á hverjum virkum degi í október mun birtast einn kafli úr sögunni ásamt myndlýsingu Ara Hlyns Guðmundssonar Yates. Það verður einnig hægt að hlusta á kaflana. Sagan er sögð með miðstig grunnskóla í huga en er í raun fyrir alla sem þora.

Ef þú vilt hafa samband við okkur skaltu senda okkur línu á skolaslit@gmail.com

NOKKRAR ALGENGAR SPURNINGAR:

HVAÐ ER ÞETTA?

SKÓLASLIT er lestrarupplifun. Á hverjum virkum degi í október mun einn kafli úr sögunni birtast hér á síðunni.

HVENÆR BYRJAR SAGAN?

Mánudaginn 2. október 2023 byrjar sagan og á hrekkjavöku mun hún svo sannarlega enda. Hver kafli verður myndlýstur af Ara Hlyni Guðmundssyni Yates.

HVERJIR MEGA LESA ÞESSA SÖGU?

Allir sem vilja. Skólar eins og þeir leggja sig mega fylgjast með, bekkir eða jafnvel einstaklingar. Aldurinn sem við miðum við er miðstig og upp úr. Verkefni verða unnin upp úr hverjum kafla og verður hægt að sækja þau hér á síðunni. Tekið skal fram að ekki þarf að borga fyrir að taka þátt eða skrá sig neins staðar, en ef þið eruð bekkur/skóli/einstaklingur sem er að lesa söguna máttu endilega láta okkur vita. Við erum voða spennt að heyra sögur af lesendum. 

 

EN EF ÉG MISSI AF KAFLA?
Engar áhyggjur. Allir kaflarnir verða aðgengilegir hér á vefsíðunni fram að áramótum.

HVERJIR KOMA AÐ ÞESSU?
Hugmyndin kemur frá kennsluráðgjöfum grunnskólanna á Reykjanesi og Ævari Þór. Verkefnið er hugsað til að vekja athygli á lestri á nýjan, frumlegan og skemmtilegan máta. Þessi lestrarupplifun er í boði Reykjanesbæjar og styrkt af Sprotasjóði.


FREKARI SPURNINGAR?

Ekki málið. Ýttu hér og spurðu.

Grasker_lit.jpg
bottom of page