hugmyndir

Eftir því sem líður á október-mánuð munum við hér birta hugmyndir frá hinum ýmsu skólum um hvernig þeir tengja námsefnið sitt og annað í skólastarfinu við SKÓLASLIT.

Hér er verkefnabanki sem þið getið nýtt ykkur samhliða lestri sögunnar. Við hvetjum ykkur til að fara fjölbreyttar leiðir til að vinna með efnið og úrvinnslu þess. Mikilvægast af öllu er að gefa nemendum tækifæri til að hafa áhrif á það hvernig unnið er með efnið en jafnframt að búa þeim umgjörð til skapandi vinnu.

Hér er líka tengill á hugmyndavegg sem allir geta tekið þátt í að stækka.

Er skólinn þinn að lesa SKÓLASLIT og hafa einhverjir tekið sig til og skreytt í stíl við söguna? Hér fyrir neðan gefst ykkur tækifæri til að deila fjölbreyttum hugmyndum frá nemendum og kennurum. Sendu okkur myndir eða tölvupóst með verkefnunum sem þið eruð að gera og við munum birta þær hér á síðunni!

 

Holtaskóli 1.10.2021.jpg

Kennarar í Holtaskóla fögnuðu Skólaslitum þann 1. október með stæl!

zombie.JPG

Selma sem kennir íslensku sem annað mál í Stapaskóla sendi okkur þetta verkefni.

Haus_1.png
  • Facebook
  • Twitter
Haus_2.png